| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Í Hólakirkju er hollur siður

Bls.126


Tildrög

Jón Sigurðsson, bóndi í Hrepphólum var meðhjálpari í Hrepphólakirkju. Hann fékk slæmsku í mjaðmirnar og gat ekki setið lengi kyrr, heldur varð að standa upp öðru hvoru.
Við messu varð honum á að standa nokkru oftar upp, en gert er ráð fyrir í messunni. Kirkjugestir voru ekki sem vissastir á því hvenær skyldi standa upp og hvenær ekki og stóðu þeir því jafnan upp um leið og meðhjálparinn.
Í Hólakirkju er hollur siður,
hoppar allur skarinn,
upp og niður, upp og niður,
eins og meðhjálparinn.