| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Ég ek um hlíðar eins og fleiri

Bls.172

Skýringar

Fjárflutningamennirnir í fjárflutningunum að norðan í fjárskiptunum á Suðurlandi 1951-53, voru í fæði á Didda Bar, þegar þeir voru á Akureyri, en þangað voru lömbin flutt að kvöldi austan úr Þingeyjarsýslum og þaðan var lagt upp að morgni suður. Á Didda Bar mætti þeim hlýja og umhyggja og var þar vakað ef þeirra var von seint að kvöldi eða að nóttu.
Ég ek um hlíðar eins og fleiri
og er að stríða við brekkurnar.
Því kveldið líður á Akureyri
en Ásta bíður á Didda Bar.