| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Er karlinn á Dúfunni bar ei sitt barð

Bls.165


Tildrög

Í fjárflutningunum að norðan í fjárskiptunum á Suðurlandi 1951-53, ók Sveinn Friðardúfunni, bíl Vigfúsar Guðmundssonar á Selfossi.  Í fyrstu ferðinni norður fór hann fram úr fjárbíl sem farin að hökta hjá Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði. Sveinn ók áfram en varð bensínlaus í neðstu brekkunni vestan í Öxnadalsheiðinni. Hinn gat líka ekið áfram en varð aftur stopp nærri Sveini. Í ljós kom að kveikjan í þeim bíl var biluð en Sveinn hafði þá tekið með kveikju til vara og var hún sett í hinn bílinn, sem var aftur á móti með bensín á brúsa til vara sem Sveinn fékk. Gátu svo báðir haldið áfram.
Er karlinn á Dúfunni bar ei sitt barð
hann bólgnaði allur af reiði
er vesalings bíllinn hans bensínlaus varð
í brekku á Öxnadalsheiði.

Og annar var stopp þarna umræddan dag
þeir opnuðu húdd og því lyftu.
Úr göllunum bætt var þar báðum í hag
á bensín’ og kveikju þeir skiptu.