| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Sælt er að lifa í sannri trú

Bls.132


Tildrög

Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni og þingmaður Árnesinga 1934-1942, efndi til sérframboðs í Árnessýslu 1946 og lofaði þá á framboðsfundi nýrri brú á Tungufljótið.
Vísuhöfundur bjó þá í Borgarholti í Biskupstungum.
Sælt er að lifa í sannri trú
að samgöngurnar batni,
ef á Fljótið byggir brú
Bjarni á Laugarvatni.