| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Ofar Laugu fjöldinn enga finnur


Tildrög

Samtíða Þóru á Stóra-Núpi var ung stúlka, Þórlaug Bjarnadóttir, kölluð Lauga. Hún varð síðar kona Dags Brynjúlfssonar í Gaulverjabæ.

Skýringar

Með ,,síður lagið skokk" mun vera átt við að hún fari hraðar.
Ofar Laugu fjöldinn enga finnur
fer hún Lauga vel með nál og rokk.
Flest hún Lauga fimum höndum vinnur,
fótum Laugu er síður lagið skokk.
Ei hún Lauga elur langan kala
í þótt Laugu snasist, fljótt er góð.
Og um Laugu er ekki meira að tala
en hún Lauga er snilldarfljóð.


Athugagreinar