| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Önnur var þá öldin

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

Þessi vísa er mörgum kunn, en hér er hún tekin upp úr bókinni ,,Heiman og heim" eftir Einar Gestsson á Hæli.

Skýringar

Þessi vísa mun vera talin úr gömlu Vikivakakvæði. Stöng og Steinastaðir voru bæir í Þjórsárdal. Í fornritum er getið um Gauk Trandilsson á Stöng. Af vísunni hafa menn dregið þá ályktun að Gaukur hafi átt ástkonu á Steinastöðum.
Önnur var þá öldin,
þegar Gaukur bjó á Stöng.
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng.


Athugagreinar