| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Kaffið er uppsett, kóngur vor dáinn

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

Skyggnir I, útg. Ísafoldarprentsmiðja 1960


Tildrög

 Á heimleið um lok mætti vertíðarmaður, sem hafði róið hafði á Suðurnesjum, heimamanni austur við Þjórsá. Sá spurði frétta og svaraði hinn með þessari vísu.

Skýringar

Snemma árs 1848 hækkaði kaffi í verði sökum skorts, þá andðist Kristján 8. konungur, Slésvíkurstríð braust út, veðrátta var rysjótt með mannsköðum, en afli þó allgóður.

Kaffið er uppsett, kóngur vor dáinn,
komið í Danmörku beljandi stríð,
fiskur í netum sagt er við sjáinn,
samt er á nesjunum bágindatíð,
í mars og í apríl sagt er með sönnu
sextán og tuttugu dánir í sjó,
póstskipið ókomið ennþá, tvö önnur
akkerum bundin í Reykjavík þó.


Athugagreinar