Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Gömul æskudella

Fyrsta ljóðlína:Ég uni mér best þegar engin er nærri
Viðm.ártal:≈ 1950
Ég uni mér best þegar engin er nærri
sem anda minn hrekur frá minningu kærri.
Þá dvel ég í huganum hjá þér
og hvarfla ekki augnablik frá þér.
Þá gleymi ég vængbrotnu vonunum mínum
þú víkur þeim burtu með augunum þínum,
þá verður allt bjartara og himininn hærri
og hamingjudraumarnir fegurri og stærri,
en draumarnir eiga víst aldrei að rætast
það okkur er bannað sem lífið á sætast,
að mætast.