Í sólskini | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Í sólskini

Fyrsta ljóðlína:Ég plægi mitt land, ég er landnámsmaður
bls.9
Viðm.ártal:≈ 1925
Ég plægi mitt land, ég er landnámsmaður
af lífi og sál og í hjarta glaður
að finna hve moldin freyðir um plóginn
er fákarnir þramma og leggjast með bóginn
í klafana mjúka og kasta toppnum.
Hér kýs ég að lifa -undir himninum opnum.