Vesturförin | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Vesturförin

Fyrsta ljóðlína:Er sumarvindur um sveitir blés
bls.23.mars 1965
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Bjarni Benediktsson (eldri) þá forsætisráðherra, fór í opinbera heimsókn til Lyndons B. Johnson forseta Bandaríkjanna. Hann tók á móti Bjarna í garði, þar sem hann viðraði hundana sína.
Á sama tíma eða um líkt leiti fór Guðmundur Í. Guðmundsson utanríkisráðherra til Finnlands og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra á Olympíuleikana í Tokío. Fjármálaráðherra var Gunnar Thoroddsen.
Er sumarvindur um sveitir blés
og síldin var austan við Langanes,
í ferðalög bjuggu sig fyrirmenn,
þeir flugu í loftið og hurfu senn.
Síðan hann Bjarni okkar Benediktsson
birtist á hlaðinu í Wasington,
til að hitta þar húsbóndann
háæruverðugan tignarmann.

Í bæjarsundi fann Bjarni prik
og barði á dyr eftir nokkurt hik.
Svo hörfaði hann örlítið aftur á bak
því inni var hundgá og fótatak.
Þá hreyfðist klinkan og hurðin féll inn
og hundaþvaga og forsetinn
barst út á hlaðið með háum klið,
þá heilsaði Bjarni: „Sæl verið þið“.

„Já, sæll vertu ráðherra úr Reykjavík,
þú ert röskur að ferðast, -svei þér tík-,
um þúsund rastir þú komst til mín,
-þegiðu Sámur og skammastu þín-.
Þið ferðist og sitjið á fundunum,
-fjárans læti eru í hundunum-
En þó þeir urri og yggli sig
ég ætla að þeir muni ekki bíta þig.„

„Íslenski ráðherra okkur hér
er ánægja mikil að kynnast þér
og mikils vert er um vinskap þinn,
-verst er að ég get ekki boðið þér inn,
í kaffisopa, því konan fór
í kaupstað í dag og bæjarslór,
-svo þunn verður koman í þetta sinn„
„Já, það gerir ekkert til Johnson minn“

„Ég skrapp hingað vestur í skemmtiferð
á skýjafáki af bestu gerð,
því veðið er ágætt frá degi til dags
og dáyndis hentugt til ferðalags.
Til Finnlands í gær hann Guðmundur fló
og Gylfi er austur í Tókíó,
svo telja verður að það gangi glatt,
hann Gunnar er heima að rukka inn skatt.


Athugagreinar

Flutt í þingveislu.