Til Laugarvatnsskólans | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Til Laugarvatnsskólans

Fyrsta ljóðlína:Hér mun vakinn vösku taki
Viðm.ártal:≈ 1950
Hér mun vakin vösku taki
vitaðsgjafi Suðurlands,
leiftur margt og ljóma bjartan
leggja skal frá stöðvum hans,
nýta menntir,- minna af prenti,
meira af lífi og vori í senn,
heilum krafti uns hefjast aftur
Haukdælir og Oddamenn.

Rík er moldin, fríð er foldin
fjöllin eggja að stefnt sé hátt.
Mikli vitinn huliðs hita,
Hekla, skín í morgunátt.
Gjörvalt láð til glæsidáða
geirþjóð hvetur fjörs og þors,
fram að halda ár og aldir
undir merkjum dags og vors.


Athugagreinar

Undirskrift: J. Th.