Sigurðarvísur | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Sigurðarvísur

Fyrsta ljóðlína:Sigurður séra
Viðm.ártal:≈ 1825

Skýringar

Sigurð Thorarensen, síðast prestur Hraungerði var sterkefnaður og mun m.a. hafa lánað Eyrarbakkaverslun peninga. Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður var bæði bræðrungur við Sigurð og mágur hans. Bjarni bað Sigurð um lán en Sigurður neitaði. Þá orti Bjarni Sigurðarvísur.
Þessi 2 erindi eru fyrsti hluti kvæðabálksins.
Sigurður séra
satans versti unginn.
Mildingur mera
miðlar öllu í punginn.
Kæsis koppur og sméra
í klækjum verstu slunginn,
af ágirnd uppþrunginn.

Sigurður séra
þó sé hann nefndur prestur,
þykir hann það ei vera
þeim sem heyra hans lestur.
Kæsis kóngur og sméra
þeim kynnast skyldi hann bestur
verður æ verstur.