Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Fornbýlið Keldur

Fyrsta ljóðlína:Á hljóðri stund ég heyri lækjarnið
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Á hljóðri stund ég heyri lækjarnið
horfni tíminn kemur fram á svið.
Ég er aftur ung og æskurjóð
á ættarslóð.
Við bjartan læk ég bústað kæran sé
bernsku minnar skjól og öruggt vé.
Ég lifi aftur liðnar stundir þar
- ljúfar minningar.
Og fimmtíu árin faðir minn hér bjó
í forna bænum lifði hann og dó,
innti af höndum ýmis fræðastörf
- af innri þörf.
Fróðleik gamlan festi hann á blað
hér feðraarfur átti griðastað.
Fornum minjum mátti ei grýta á glæ
- í gömlum bæ.
Sögur las hann, fólk í fróðleik þyrst
fékk að heyra orðsins dýru list.
Gamlar sagnir geymast lengi í sál
- og göfugt mál.