Konuvísur í Fljótshlíð 1915 | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Konuvísur í Fljótshlíð 1915

Fyrsta ljóðlína:Dísin óðar himinhá
Viðm.ártal:
Dísin óðar himinhá.
hjálp mér veittu þína,
sónarskál mér skenktu á,
skerp þú  sansa mína.
 
Að Mímisbrunni mæt og hlý
mig ef til þín kallar,
fram skal telja Fljótshlíð í
forráðskonur alIar.
 
Í Fljótsdal, drótt ef segir satt
að sannrar Iukku ráðum
þá Kristrúnu geð með glatt
giftist Úlfar bráðum.
 
Göfug, lipur, góð og fín,
grundum spanga fegri,
veit ég enga veigaIín
vera myndarIegri.
 
Barkarstaða húsfrú hýr,
til hverrar snauðir vona,
Margrét heitir, dyggða dýr
dáfríð sómakona.
 
Fátækir þar finna skjól,
fyrnast raunastundir,
blessi Drottinn baugasól
brekkum Hlíðar undir.
 
Háamúla húsfreyjan
heitir Margrét Iíka,
ráðsnilld vinnur, auði ann
auðnukonan ríka.

Þórunn frjáls með dyggða dug
dáðrík jafnan hreyfði
af snilld og ráði hönd og hug
heilsa meðan leyfði.
 
Ekkert þekki ég auðarskorð,
en með dyggðagnóttir
fær almennings ágætt orð
Elín Kjartansdóttir.
 
Þess ég getið líka læt
ljóða í smáu safni:
Sigríður í Múla er mæt,
merkiskvenna jafni.
 
Hygg ég muni sérhver sjá
sem þar eftir heggur,
allt með prýði er henni hjá
hendur að sem leggur.
 
Í Múlakoti Þórunn þýð
þakin snilldarráði,
heilsuþrot og hugarstríð
hún oft líða náði.
 
Bæti Drottinn bölið það
og blessi auðarþöllu,
gömul sár þó geti ei að
gróið fullu og öllu.
 
Á sama bænum Guðbjörg góð
græðir hrós að vonum,
Fegursta á fljóðið sjóð
Fljótshlíðar af konum.
 
Útlend bæði og innlend blóm
og allskyns plantar viði,
hugsar um það hýr og fróm
húsfreyjan í friði.
 
Allt með prýði um gengur,
á öllu er fríður svipur,
glöð við lýði Guðríður
gáfuð, þýð og lipur.
 
Sigríður sín vandar verk
vel með huga fúsum ,
nýt er klæða niftin merk
í Nikulásarhúsum:
 
Myndarleg er menjaslóð
margt kann þar á benda,
Kristín fögur, kát og góð
kona á Hlíðarenda.
 
Í Hallskoti Ingibjörg
oft með glöðu sinni
þolinmóð þó þrengi að mörg
þraut í fátæktinni.
 
Stillt og hæg við störfin sín
stundar þau með prýði,
myndarleg  er mjög Elín
mild og góð við lýði.

Á Þverá efri þýð og fjörg
þrátt með kærleik fínum
hefir Ingi- bezt þar -björg
að börnum hlúað sínum.
 
Í  Deild er aldin Ingibjörg,
ung í ráðdeildinni
þó hafi skúrin mótgangs mörg
myrkvað hjartans inni.
 
Baugsól rösk víð búskapinn
beztu ráðin grundar,
hún Sigríður hópinn sinn
heiðarlega stundar.

Á  Heylæk þess ég helzt fann vott
hvað oft snauða kætti,
öllum helzt vill gjöra gott
Guðrún, framar mætti.

Þó  heilsu vanti og hrannarbál
hót ei náir kvarta,
því göfuga og góða sál
Guðrún ber í hjarta.
 
Lítt við heims þó leiki prjál
lundu geymir hýra
væn og trygg og vel forsjál
Valgerður bústýra.
 
Valgerður er vinnusöm
vel sú ráðin grundar
hýr í Teigi hringsól fröm
heimili sitt stundar.
 
Að gjöra öðrum greiða er kært
og gleðja af auðlegð sinni,
hún það eflaust hefir lært
af henni móður sinni.
 
Vandar öll sín verk með dáð
vélar trúskap eigi
kennir engin klækjaráð
Kristín Gróa í Teigi.
 
Er við hjú sín ávallt góð
engri hörku beitir,
Í dagfarsprýði dyggðugt fljóð
dæmi öðrum  veitir.
 
Hraust og rösk og hress við störf
hagleiks meður gnóttir
er við bú sitt einlægt þörf
Ólöf Halldórsdóttir.
 
Þórunn meður hraustri hönd
hug og ráði vinnur,
sárar þarfir seima strönd
sinna barna finnur.
 
Forðum þó ei fengi neitt
fögrum Teigs af auði
furða er, hvað fær hún veitt
fólki af sínu brauði.
 
Margrét kát og hugarhlý
hrein og frjáls í svörum
hlutdeild tekur einatt í
annarra sorgarkjörum.
 
Vandar gjörvöll verk og orð
vel með hug ódeigum
mörgum góðu menjaskorð
miðlar af smáum eigum.
 
Arndís hreinleg, hraust og sterk,
hana lofa þjóðir,
á  hendi vanda hefir verk
hún sem stjúpa og móðir.
 
Ung bústýra, Elínborg,
auðar ber af sólum,
hún þó  marga hafi sorg
Hellis- reynt á hólum.
 
Siðug, kurteis seimarún
síst um vini breytir,
systurbörnum sínum hún
sannar tryggðir veitir.
 
Hæg og góð sinn heldur veg
með hóp framtíðar vona,
Vilborg ung og efnileg
er Grjótáar kona.

Þórunn kát með þelið hlýtt
þungum hrindir trega,
hefir bæði blítt og strítt
borið prýðilega.

Guðbjörg þjóða græðir hrós
gleður snauðra sinni,
er ljósmóðir ágæt drós
ein í Fljótshlíðinni.
 
Munns og handa hagleik ber
hreinlynd stundar sóma,
orðvör, temur aldrei sér
á aðra að leggja dóma.

Kirkjulækjar kennd við byggð
kappsöm hringaskorðin,
sem Kristínar trausta tryggð
til er varla orðin.
 
Orðvör, lastar engan mann
er með dulu sinni,
sig ei mörgum kynna kann
né kvarta í  fátæktinni.
 
Ánægð vel sér unir fjörg
við yndi smárra sona
Í miðbænum Ingibjörg,
ung og dugleg kona.
 
Blíð Ragnhildur barna sín
bezt kann siði vanda
væn, er að sér veigalín
vel til munns og handa.
 
Hraust og kát um hyggjutún
hagsýn ráðin grundar
séra Eggerts systir, hún
sæmd og dyggðir stundar

Marga þunga mæðustund
Margrét líða hlýtur,
en skýr og vandvirk skikkjuhrund
skynseminnar  nýtur.

Stjórnsöm, iðin lngileif
engu sleppti færi,
áfram lífið örugg kleif
erfitt þó að væri.
 
Að verki talin vel er fljóð,
væn með sinni fjörgu,
heyri ég gjörvöll hrósar þjóð
henni Sigurbjörgu.
 
Á Kvoslæk Guðrún ekkja er
elskar dyggð og friðinn,
góðvild sanna í brjósti ber
baugsól fróm og  iðin.
 
Hreinvirk,  iðin, hæg í lund,
hýr við gesti sína
trygg og ástrík auðarhrund
Oddsdóttir Jónína.
 
Halldóra er hress og kát
þó hrannar vanti ljóma,
þolinmóð og lítillát
lindin seima fróma.
 
Öðrum fremri að ætlan mín
auð þó hafi lítinn.
Halla efni hirðir sín
hagsýn bæði og nýtin.
 
Sigríður sem blóma ber,
burtu hrindir drunga,
fríðust kona í Fljótshlíð er
falda sólin unga.
 
Fögur tollir fleins hjá þoll
fjörið mollu eyðir,
á bænum Kolla  blíð og holl
baugsól hrolli eyðir.

Á  Tumastöðum Herborg hýr
hót kann vinnu ei fresta,
aldrei kvartar auðgrund skýr
þó eitthvað kunni að bresta.
 
Trúfast hjarta í brjósti ber,
börn sín stundar ungu,
dyggðug, frjáls og ánægð er
lngileif í Tungu.
 
Oft sem gleður auman lýð
artar meður gnóttir
göfug kona, greind og fríð
Guðrún Magnúsdóttir.
 
Klædd manngæsku fagri flík
fljóði ég lýsi svona :
Drós er frjáls og dyggðarík,
dugleg Vatnsdalskona.
 
Guðrún rauna gengur slóð
götu horfnra vona,
í fremsta kvenna flokki stóð
forsjál myndarkona.
 
Myndarleg er menjabrík
meður dyggða gnóttir,
orkustór og auðnurík
Anna Jóhannsdóttir.
 
Ei þó hafi efni mörg
oft með lyndi glöðu
Sveini borin Sigurbjörg
sinni trú í stöðu.

Vendir fús til vinnunnar
veitir huga þörfum
Guðrún, dóttir Guðmundar
gætir að konustörfum.
 
Aðalheiður glöð og góð
geymir kærleik sanna
í þrautunum er þolinmóð
þundar klæða nanna.
 
Kappsöm, iðin, fjörg og frjáls
fylgir anda hröðum,
- þessar nunnur elda áls
eru á Torfastöðum.
 
Ber af öðrum falda frigg
fagrar söngva gnóttir
við störfin sín er stillt og dygg
Steinunn Halldórsdóttir.
 
Anna vönduð, vinum góð,
væn með anda glöðum
kyndir fagra kærleiksglóð
kona á Sámsstöðum.
 
Er Jóhanna ágæt drós
og með dyggðum fínum
gullfagurt við gáfnaljós
gegnir skyldum sínum,
 
Þórunn blíð og frjáls og fríð
fælir stríðan trega,
gleður lýði glöð og þýð
gáfuð prýðilega.
 
Manngæzku þar mætust sól
mestum skín í blóma
veitir snauðum vist og skjól
vafin dyggð og sóma.

Bú sitt stundar vel, og víst
vænstu hér með konum,
í Árnagerði Sigrún sízt
sink á góðgerðonum.
 
Í Bjargarkoti brestur hér
bezt hvað gleður lýði,
sína fátækt Sólveig ber
samt með dyggð  og prýði.
 
Hamingjunnar krýnd er krans
kær með dyggða gnóttir,
göfugan ber gáfnafans
Guðrún Hermannsdóttir.
 
Mjög á fagurt  motursgjald,
mörgum kostum búin
ber hreinleikans háan fald
heiðvirð Staðarfrúin.

Steinunn, geðug gefni líns
góð ráð trúi ég noti,
stýrir búi bróður síns
bezt í Háakoti.

Í fögrum dyggðum fram gengur
fróðleiks meður gnóttir
gæðakonan Guðríður
góðlynd Vigfúsdóttir.

Þolinmóð er þýðlynd drós
þó að sárt til kenni,
trúar fagurt tendrað ljós
til þess hjálpar henni.
 
Góðan orðstír getur sér
 í gestrisninnar hjúpi
 þrátt fram beina þjóðum ber
 Þuríður á Núpi.

Veigasól ei vantar björg
vafin dyggða blóma.
Fæddi börnin fjölda mörg
og fóstrar þau með sóma.
 
Ekki kvíðir angri kífs
yndis meður gnóttir
ung fram gengur götu lifs
Guðrún Pétursdóttir.
 
Fjörg við störf án fordildar
fögur hringasólin,
búnar eru bögurnar,
bragnar kveði um jólin.
 –––––––––––––––––––––
Hagyrðingar, lasin ljóð
lagið þau með prýði.
Fyrirgefið, fljóðin góð
fátækt vísnasmíði.
 
Síðan fæddist  Kristur klár
- kærleiks  ljósið blíða -
tuttugustu aldar ár
er fimmtánda að líða.
 
Nafn mitt harla nærgætnir
námsmenn þýða í friði,
sem í anda upplýstir
eru af sólarsmiði.