Sótt um ellilaun 1950 | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Sótt um ellilaun 1950

Fyrsta ljóðlína:Ellin beygir anda minn
Viðm.ártal:

Ellin beygir anda minn,
er það meginsiður.
Að mér teygir arminn sinn,
öllum fleygir niður.

Það  eru lúin þessi  bein,
það er flúinn hugur.
Að mér snúa margföld mein,
minn er búinn dugur.
 
Hef ég skaIla og hárin grá
hægt er valla að dylja.
Bakið gallað, brjóstið frá,
brestur allan vilja.
 
Ævi hallar óðfluga,
ýmsir gallar baga.
Taugar allar aflaga,
ekki er falleg saga.

Margt ótalið er víst enn
andar svala húmið.
Heilsukvalinn hátta senn
í hinsta dvalarrúmið.