Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Bæjarhreppsríma

Fyrsta ljóðlína:Tal svo vekur tunga ein
Viðm.ártal:
Tímasetning:1823
Tal svo vekur tunga sein
týs að greina safnið,
Traustsholtshólma ekkja ein
 Ástríður að nafni.

Þorlák Jónsson skíra skal,
 skilst það hverjum manni
á Selparti sjá má hal
silungs nærri ranni.

Hólmaseli hjörvalundur
hér nú stýrir frægur.
Jón að nafni Kristjáns kundur
kallast lífs um dægur.
 
Ljóðastrenginn liðugur
læt ég þangað fara,
sem Gunnar og Sigurður
sitja á bænum Ara.

Helgu í Króki hér næst finn
heitkunnugt er mengi.
Maka ekta missti sinn
mær þó búi lengi.
 
Ólaf fæ og Einar séð,
allvel má því trúa
fullríkir af Fáfnis beð
Fljóts- á hólum búa.

Maður nefnist menntaskýr
mjög þann gæfan styður.
Á stað Ragnheiðar bóndinn býr
Bjarni Hinriks niður.
 
Á Loftsstöðum býr nú bur
bæði skýr og glaður.
Á eystri bænum Ólafur
orðinn gamall maður.
 
Á bænum vestri birtist sprund
ber sú lista gnóttir.
Í ekkjustandi hringahrund
Hildur Þorkelsdóttir.
 
Ólafsson Jón inna má
óðs í starfi þungu.
Búsráð hefur bóndinn sá
hann bollokar í Tungu.

Hokrar einn í hjáleigu
Hellna stála-beitir
meður sinni málugu
maðurinn Bjarni heitir.

Hans nágranna herma má
helzt er vel til fallinn
húsráðandi Hellum á
heitir Valdi kallinn.
 
Mærð fram halda mun nú skár
minn svo óður skýrir.
Þar næst kemur Haugur hár
honum Felix stýrir,
 
Að Vöðlakoti frostafley
ferðir hvetja næði
Eiríkur og Elín mey
eru saman bæði.
 
Séra Jakob sagt er að
sé við flesta glaður,
Byggir nú á Bæjarstað
bezti kennimaður.
 
Jakob Árna blíður bur
á bæ Gaulverja situr
læknir, prestur, prófastur
prýðir staðinn vitur.
 
Kreikar áfram kvæðadans
kappsamur í vetur.
Hinrik viður húsin Brands
haldizt lengi getur.
 
Mjög sér hraðar mála-örn
minn að þessu sinni.
Í Garðhúsum býr garpur Björn
Guðríður þó vinni.
 
Manns í Dalbæ veit ég von
varla óhýr í svari.
Gæfur Hjalti Gíslason
greindur meðhjálpari.
 
Ekkja heldur ein við bú
ei með þanka skerðum.
Ólafsdóttir auðs er brú
Ingibjörg í Gerðum.

Á hóli Arnar hermir frá
hýrast bændur glaðir.
Jón og Eyjólf ég vil tjá
jafnan  samhugaðir.

Á Gegnishólum syðri senn
síðan brag læt stefna,
ræður fyrir hreppstjórinn,
sem rekkar Sigurð nefna.
 
Þar næst Hólshús þylja kann
þeygi orða tregur,
Byggir Páll þann búsins rann
bóndi skikkanlegur.
 
Skammt er frá að skatnasjón
skýrt er Partur talinn.
Bóndi nefndur býr þar Jón
blíður geðs um salinn.
 
Að Gegnishólakoti kann
kvæðaskjalið snúa.
Freysteinn býr þar frækinn mann
fullvel má því trúa.
 
Gegnishólum efri á
yfir ráða glaður,
Magnús heitir maður sá
mikið góðsinnaður.

Klængs um selið kann svo tjá
kvæðaskjalið rýra.
Magnús Þorgauts mögur sá
má það kot við hýra,
 
Hjáleigu Meðalholta finn
hér næst sett í braginn.
Magnús býr þar maðurinn
mjög til verka laginn,
 
Son hans nefna svo mér lízt
sem Jón kallast slyngur.
Á Meðalholtum vann sá víst
vænsti bóndi óringur.
 
Segja verður fleiru frá
fólk ef hlýða nennir.
Meðalholtum eystri á
Erlend þjóðin kennir.
 
Rúts- á stöðum rekkar tveir
reyndir bús í sýsli.
Menn hvor annan þekkja þeir
það eru Jón og Gísli.
 
Hjáleiguna hér næst leit
Helga og Jón þar tefur,
en upp á víst þó ekki veit
hvort yfirráðin hefur.
 
Læt ég rýra Ijóðaskrá
ljóst nú skýra þanninn.
Brennu-Pétur berst ei á
þó bresti skjaldan manninn.

Minn óringur mala tón,
minni er, von að bresti. 
Á Seljatungu situr Jón
sá er smiður bezti.

Góðmanlega greiðugur
gefst oft spjótanjörðum.
Bæjarhreppsins bjargvættur
Bjarni á Sviðugörðum.
 
Í Hól býr Þorkell þriflegur
þægur bús í starfi,
nú má kallast nýgiftur
nýtur Péturs arfi.
 
Hér næst líka finna fæ
fjölhæfasti smiður
Gestur Vorsa á greinist bæ
Guðna kenndur niður.
 
Framgjörn bæinn finna einn
fjalarsnekkjan kunni.
Ærið laginn er Beinteinn
í Austurhjáleigunni.
 
Vallarkotið vísnaskrá
verður eflaust finna.
Þorvald Jónsson þar má sjá
þegninn mælskustinna.
 
Það mun vilja þjóðin flest
 ég þræði boðleið hraður.
Á Efra-Velli Ívar sést
efnilegur maður.
 
Á VelIi syðra veit ég þrjá
vera bændur hraða.
Egil, Berg og Þorstein þá
þjóðin nefnir glaða.

Á stöðum GaIta stýrir séður
stríð þó ekki mæði.
Grímsson Pétur greitt er téður
greindur og reyndur bæði.
 
Helgu og Þorstein hér næst nú
hef ég fyrir stafni.
Helzt þau stunda á Hamri bú
 hvort í sínu nafni.
 
Samt á Helga sér einn mann
sem Jón kallar mengi.
Að mestu leyti er mállaus hann
mæðst svo hefur Iengi.
 
Allir biðja eigum þess
að eilíf hreppi gæði,
lifi og deyi í huga hress
og helgri þolinmæði.
 
Fleipur senda, fljótt ég kann
að finna Orm með sanni,
Hamars- kennda hjáleigan
hampar nú þeim manní.
 
Byggir Skógsnes Bernharður
og blíður HóImsteinn téður
jörðin kIæða Járngerður
jafnt býr þessum meður.