Sendibréf 1762 * | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Sendibréf 1762 *

Fyrsta ljóðlína:Drottins anda náðin ný
Heimild:LBS 163 8vo.
Viðm.ártal:
1.
Drottins anda náðin ný
nú og jafnan sé þér hjá,
vertu af öllu fári frí
foldu meðan lifir á.
2.
Bréf þitt skyldugt minnist mér
mjög þó verði borgun rýr
og þjónustuna þakka þér
þrátt auðsýnda nú sem fyr.
3.
Bréfs ávarp er stutt og stirt
stórt ei ber til frétta margt
en ef nokkuð yrði birt
allt þér moskinn[1] tjáir snart.
4.
Feginn vildi fínan ég
þinn fá að heyra lukkuhag
hvar þú lands eða vatns um veg
vandrar bæði nótt og dag.
5.
Eins og vant er optast nær
er ég nokkuð heilsusljór.
Verkur mitt hið vinstra lær
veikir núna, þeygi rór.
6.
Kemst eg varla kirkju til
kreppa hlýt því heima stól
finn mig því ei færan skil?[2]
að fara út i nokkurt él.
7.
Jarpa klarinn missti minn,
mjög svo létt það kalla menn,
vinstra fót i vetur sinn;
við munum báðir kveðja senn.
8.
Veður hafa verið hér
voða hörð með hríðarnar
frostin nóg og fjúkbyljir
færðu skafla hér og hvar.
9.
Peningurinn mjög var mjór
magur sem í hornum deyr,
ég held það verði ei hópur stór
hér á bæ sem eftir þreyr.
10.
Hestar, sauðir, kaplar, kýr
kallast næsta dauð úr hor
hey og matur harla rýr
hér finnst i vor $$
11.
Optast ég með leti ligg.
Litla sýni á mér rögg.
Í bólinu mér bylti um hrygg
bæði í vindi, fjúki og dögg.
12.
Skuli ég hafa í fjúkinu fró
fyrr kulda, sest ég þá
innarlega elds við stó,
annars varla lifa má.
13.
Bjargar hér því bresta föng
bilar flesta svengdin þung
ei mun þar til ævin löng
að enginn $ aldur hefur áttung.
l4.
Inni þrátt ég sit med sorg
síst þolandi vetrar arg
kúra hlýt í baulu borg
byggði saman móðs í farg.
15.
Borðhald þar ég brúka stutt
í bolla korni fæða létt.
mörk er mér af flautum flutt
fæ ég henni í mig skvett.
16.
Allt má kalla svip hjá sjón
sést nú varIa í augu mín
mig þú $
17.
Þunnu skinni þöndu um tréð
þekkist líkt hér kvenfólkið
bogið veggjum bröltir með
úr bólinu þá $
18.
Máttu sjá hér mitt ástand
$ lítil þar á hind
munt ef kemur Iífs á land
líta marga beinagrind
19.
Kindur þínar sumar senn
sinn fá ekki opnað munn
nítján þeirra meina menn
muni orðin nokkuð þunn.
20.
Ég verð að fara í Eyjar út
ekki hérna lifað get.
$
af sjófanginu flest ég ét.
21.
Ber þú kveðju í Kastalann,
karlinn gamla bið ég menn
að ljá mér vildi loftið hann
ljúfan fyrir viljann sinn.
22.
Eins sem héðan etur lús
er þér héðan sending mér
eða gollur smæsti (minnsti?) úr mús
má ég hafa þar af smér.
23.
Leiðist mér nú leirburð þann
lengra $ í þetta sinn
verður þú að virða hann
til vegar hægri, bróðir minn.
24.
Leiði þig um lög og láð
lífs frá háska sjálfur guð
veiti ætíð varnað og ráð
voldug þrenning hábeisluð
25.
Kvendin hér þig kveðja öll
með kostabréfi varast vill ??
ljúfur guð þig lífs í höll
leiði þegar hann sjálfur vill.
26.
Hálft átjánda hundrað ár
frá $ (herrans?)burð og tólf og fimm
Febrúari fundinn klár
fimmtánda dag, skrifað var
27.
Frá Úlfsstöðum veistu að von
valla snjalla ljóðagrein
Magnús sendi Magnússon
mun þér varIa að skemmtan nein.
[1] Undirstrikað í handriti og spurningarmerki á spássíu.
[2] Undirstrikað í handriti og spurningarmerki á spássíu.