Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Einar Einarsson formaður

Fyrsta ljóðlína:Mikið háum höggum ná
Viðm.ártal:

Skýringar

Formannavísur um Einar Einarsson bónda í Garðsaukahjáleigu í Hvolhreppi og formann á Farsæl.
Mikið háum höggum ná
hestinn ráar strika,
lætur bláa æginn á
Einar frá Miðkrika
 
Brims þó aldan bretti fald
og beiti valdi þráa,
þorir halda húnafald
hann á mjaldurs fláa.
 
Gætinn þýður þessa tíð
þiggur víða án trega.
Heppnis fríðum hrósar lýð
hugaður prýðilega.
 
Burðar ósljór þó breki ósjó
byrðar óran kalda.
Mikið stórum stímajó
Stýrir þórinn skjalda.
 
Þig ei furði formaður
þótt fáir prísinn valda.
Ég, Sigurður Erlendsbur,
orti vísur taldar.