Óáran | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Óáran

Fyrsta ljóðlína:Út í vorið ætla að ganga
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:2020

Skýringar

Ort vorið 2020, þegar svokölluð kórónaveira herjaði á landsmenn og heimsbyggð alla.
Út í vorið ætla að ganga,
efla hugarfrið.
Þó að viðsjál veira herji,
veiti engin grið.
Vítt um heiminn vígi falla,
varnar háð er stríð.
Landamæri lokast sjáum,
leið er þessi tíð.

Flugi gleymum, gleði dvínar,
gengur svo um stund.
Hljóð er raust í hita dagsins,
halda má ei fund.
Sem í fjötra færð sé þjóðin,
finnur engan takt.
Allt sem gert er Grýla tekur,
gengur lífið skakkt.

Verður betra, víst er haustar,
veiran deyr þá út.
Getum aftur glaðst þá saman,
gleymist vol og sút.
Þjóð af slíkum þrautum lærir,
að þrauka súrt og rammt.
En fram í kreppu napra nagar
nauman hungurskammt.


Athugagreinar