Skammdegisvísur | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Skammdegisvísur

Fyrsta ljóðlína:Vetrarnóttin norðurstranda
Þýðandi:Valdemar Briem
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1900

Skýringar

Þýðing á latínukvæði eftir Dr. Jón Þorkelsson (Fornólf), sem hann kallar ,,Glingur úr stórþurrkatíðinni", þ.e. vínbanninu.
Vetrarnóttin norðurstranda
neyð og ótta mörgum býr
Gýmis ljótt er geðið þanda
gleypir skjótt öll ljósin hýr

Stormur ærist, titra tindar
trylltur særir freðin svörð
Kári hlær að kulda lindar
króknuð nær er gödduð jörð

Nauðga tekur ógnar afli
ofur frekur bera slóð
snær og þekur skýja skafli
skelfing vekur allri þjóð

Snjórinn æðir, sundin drynja
sífellt mæðir högg á strönd
siglur bæði og hamrar hrynja
hafið flæðir yfir lönd

Sviftur öli rómur rámur
raunatölur þurr ég syng
hími fölur grár sem Glámur
geispa í kvöld og örvænting.


Athugagreinar