Dauðinn | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Dauðinn

Fyrsta ljóðlína:Hver dagur er lína í lífsins bók
Viðm.ártal:≈ 1960–1965
Hver dagur er lína í lífsins bók
með ljósmynd af þeim sem dauðinn tók.
Nú finn ég hann nálgast mig hægt og hljótt
sem húmsins vængur um miðja nótt.
Ég kvíði honum ekki, því kvöldsett er
og kærkomin þeim sem þreyttur er.
En til hvers er allt þetta strit og stríð
fyrst stefnt er að dauðanum fyrr og síð.
Ég veit að þrotlaus þróun er til
með þráðlausa sending frá geimsins yl.
Ómælisheimur og eilífð hans
er undur og ráðgáta sérhvers manns