Jón Arason Syðri-Sýrlæk | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Jón Arason Syðri-Sýrlæk 1877–1963

EIN LAUSAVÍSA
Fæddur á Ragnheiðarstöðum í Flóa. Foreldrar hans voru Ari Andrésson bóndi þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Vöðlakoti. 
Sambýliskona Jóns var Guðrún Guðmundsdóttir frá Þinghóli í Hvolhreppi, en síðari kona hans var Rannveig Einarsdóttir frá Strönd í Meðallandi. Jón stundaði ungur sjóróðra frá Loftsstaðasandi. Þann 2.apríl 1908 fórst bátur sá í lendingu, er hann reri á. Fjórir fórust en fimm komust af, þar á meðal Jón og bróðir hans, Eyjólfur Eyfells, síðar listmálari. 
Jón bjó á Syðri-Sýrlæk í 11 ár en fluttist þá til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. Árið 1952 gaf hann út ljóðabókina ,,Á milli élja".

Jón Arason Syðri-Sýrlæk höfundur

Lausavísa
Ástin tók mig undir væng