| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1


Tildrög

Á þeim árum sem Guðlaugur var sóknarprestur á Stað í Staðardal í Steingrímsfirð „kom hann eitt sinn seint um kvöld til Hólmavíkur og vildi hitta læknirinn, sem mun hafa verið Magnús Pétursson, er þar var læknir Strandamanna árin 1909 – 1922. Þegar sr. Guðlaugur gerði vart við sig í húsi læknisins, munu stúlkur tvær hafa komið til dyra og talið læknirinn vera að hátta sig. Voru þetta slæmar fréttir fyrir prest, sem bráðvantaði þá brjóstbirtu. – Eitthvað mun Magnús læknir hafa orðið var við það hver knúði dyr hans og kom fljótlega á vettvang. Þá mælti sr. Guðlaugur af munni fram:“

Skýringar

Ellin gerir að ég finn
enga náð hjá snótum,
lof sé guði´ að læknirinn
lifir og er á fótum.