| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Hér er hvorki blek né blað

Bls.222


Tildrög

Snæbjörn síðubrotnaði á réttardaginn 1927. Hann harkaði af sér sem hans var vandi og fór daginn eftir með Ingibjörgu dóttur sinni út í eyðieyju nokkra til að gæta þess að fé sem þar var flæddi ekki. Var Snæbjörn heima við kofa en hún gætti fjár og skerjanna og gaf annað slagið frá sér hljóð svo Snæbjörn vissi hvað liði. Voru þau þarna í tíu daga og leiddist Snæbirni og drap tímann við vísnagerð en hafði engin skriffæri. Gleymdi hann því vísunum en mundi þó þessa.
Hér er hvorki blek né blað,
böl er til að vita,
stökur gleymast af því að
ekki er hægt að rita.