| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Sköpum lúta margur má

Bls.213


Tildrög

Vísuna kvað Snæbjörn eftir jarðarför konu sinnar en hún andaðist 11. mars árið 1924. Segir Snæbjörn svo frá tilurð vísunnar í ævisögu sinni: „Tveim dögum eftir að ég kom heim frá jarðarförinni, sat ég inni í herbergi okkar hjóna og var að leggja spilaþraut að gamni mínu; leit ég þá út um gluggann, upp til fjallanna sem voru sorta kafin; varð mér þá þessi staka á munni:“
Sköpum lúta margur má
með tilfinning ríka;
nú er úti sorta að sjá,
svona er inni líka.