| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Fingra mjalla foldirnar færast

Bls.67
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Ort í stríðni um ungar stúlkur í Breiðafirði á æskudögum Snæbjarnar. Barst vísan um hreppinn og var eignuð Snæbirni. Þessu undu ungu stúlkurnar ekki vel og brátt fluttist um hreppinn lítill svarbragur, fjórar vísur, og var eignaður þeim systrum, Herdísi og Ólínu, frændkonum Snæbjarnar.
Fingra mjalla foldirnar
færast varla úr hreysi.
Þær eru allar ófærar
út af karlmannsleysi.