| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Nú er sumar í köldu kinn

Bls.127
Flokkur:Veðurvísur


Tildrög

Vísu þessa hefur Jónas trúlega ort í Skagafirði sumarið 1841. Sjá Bréf Jónasar til Brynjólfs Péturssonar 8. október 1841 þar sem hann segist hafa kveðið þessa vísu í Skagafirðinum: „– ég háttaði um kvöldið í góðu veðri, en um morguninn þegar ég kom út var snjóhret og norðan kuldastormur:

Nú er sumar í köldu kinn
– eg kveð það á milli vita -
fyrr má nú vera, faðir minn!
en flugurnar springi af hita.“ 

 (Sjá: Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. bindi. Bréf og dagbækur, bls. 111–112).
Nú er sumar í köldu kinn
– kveð ég á milli vita -
fyrr má nú vera, faðir minn!
en flugurnar springi úr hita.