| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Jónas læknir ætti í

Bls.112


Um heimild

Magnús H. Gíslason, Frostastöðum, skráði vísurnar en hann var sonur Gísla Magnússonar í Eyhildarholti.


Tildrög

Á bændanámskeiði á Hólum í Hjaltadal flutti Jónas læknir Kristjánsson erindi um mataræði og heilsufar. Taldi hann að hægðir skiptu miklu máli og ef vel ætti að vera þyrftu menn að ganga örna sinna þrisvar á dag. Gísli Magnússon í Eyhildarholti hripaði þá eftirfarandi vísu og gaukaði að Stefáni Vagnssyni:Jónas læknir ætti í
eigin barm að líta.
Ætli hann sjálfur yndi því
alltaf að vera að skíta.


Athugagreinar

Innan skamms kom eftirfarandi vísa frá Stefáni:

Óstöðugan æra má
að eiga í slíku þófi.
Hægðunum sannast einnig á,
að allt er bezt í hófi.