| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Er hann að syngja enn sem fyrr

Bls.273

Skýringar

Fyrirsögn: Nýhenda
Í athugasemdum í IV bindi, Skýringar og skrár, stendur á bls. 233–234: „Nýhenda: Hér er prentað eftir Ljóðm47. Þar er neðanmáls þessi athugasemd: „Sb. ,Nýhendu má nefna þó/ nokkuð þokkalega braginn´ “ (Ljóðm47 , 191). Þetta er ort af Sigurði Breiðfjörð. Um vísuna segir svo í athugasemdum í Ljóðm83 „Sigurður Breiðfjörð fann upp þann hátt og þóttist af. . . J. kvað þetta við hann til að stríiða honum, og sýna, að einungis þyrfti að bæta tveim atkvæðum við jöfnu vísuorðin í ferskeytlu. Þegar Sigurður kom út frá þessu tali mætti Páll Melsteð honum í dyrunum og var S. þá að tauta fyrir munni sér: ,Mikill skrattans maður er þessi Jónas´. “ (Ljóðm83, 393). Sé þetta rétt hafur atvikið átt sér stað 1841 eða 1842.“
Er hann að syngja enn sem fyrr,
arnarvélið sá hann – attan:
„klingling“ hringja kleprarnir
við karlinn hélugráan – skrattann.