| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Fallega spillir frillan skollans öllu.

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.Bls. 97


Tildrög

Taflvísa gömul er biskupsdóttir nokkur kvað til að hjálpa manni er faðir hennar tefldi við svo hann ekki færi halloka fyrir biskupi í taflinu. - 
   Sumir segja það hafi verið Ragnheiður dóttir meistara Brynjólfs biskups Sveinssonar.

Skýringar

Í Stefán Ólafsson: Kvæði II í útgáfu Jóns Þorkelssonar 1886, bls. 48–49 getur Jón þess að í tveim elstu handritunum sé kæðið eignað Stefáni en hin eigni það Guðmundi Bergþórssyni og segir síðan „og getur vel verið að það sé réttara.“ Mikill orðamunur er á vísunni eins og Jón birtir hana með kvæðum Stefáns og hér í Þjóðsögum Jóns Árnasonar en hátturinn er sá sami.
Fallega spillir frillan skollans öllu.
Frúin sú sem þú ert nú að snúa
heiman laumast hrum með slæmu skrumi,
hrók óklókan krókótt tók úr flóka.
Riddari studdur reiddist lyddu hræddri,
réði vaða með ógeð að peði,
biskups háskinn blöskraði nízkum húska,
í bekkinn gekk sá hvekkinn þekkir ekki.