| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Riðar í sessi rassbreiður

Höfundur:Höfundur óviss
Flokkur:Háðvísur


Um heimild

Tölvupóstur frá Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi 21. febrúar 2018, til skrásetjara, Kristjáns Eiríkssonar: Árni greinir svo frá: „Ég ólst frá fimm ára aldri upp á Þorbergsstöðum í Dölum. Áður höfðu búið þar afi minn og amma, langafi og langamma allar götur frá 1869. Bærinn er norðan við hæl Hvammsfjarðar. Handan fjarðarins blasir við innsti hluti Skógarstrandar og m. a. bæirnir Bugðustaðir, Ketilsstaðir, Dunkur og Dunkárbakki. Alfaraleið var fyrir bílaöld yfir vaðlana í fjarðarbotninum út í Hörðudal, á Skógarströnd og út á   MEIRA ↲


Tildrög

Árni Björnsson segir svo frá tildrögum vísunnar:

Jón Laxdal hét bóndi á bænum Dunk í Hörðudalsheppi 1925–1945. Hann var einn þeirra sem var þekktur fyrir landabrugg á bannárunum og eftir þau. Þorsteinn Þorsteinsson frá Arnbjargarlæk var sýslumaður Dalamanna 1920–1955. Hann ástundaði það sem kallað hefur verið ’sýslumannaréttarfar’, dæmdi menn helst ekki nema í nauðir ræki og nennti ekki að ’druslast’ til að leita uppi bruggara, nema hann þyrfti að sinna beinni kæru. Guðbrandur Jónsson bóndi á Spágilsstöðum í Laxárdal   MEIRA ↲

Skýringar

Þær skýringar eiga við vísuna að Þorsteinn var fremur digur vexti og röddin nokkuð rymjuleg. Hann hafði dálítinn valbrárblett í andlitinu. Sumir vildu samt segja ’Skrjóður’ fyrir ’Skrámur’. Sigtryggur hafði fremur niðurmjótt eða totulegt andlit. Þótt Brandur væri andvígur áfengi fúlsaði hann ekki við neftóbaki og mun það hafa sést greinilega á nefinu. Líklegast er að þessi ferð hafi átt sér stað um eða eftir miðjan fjórða áratuginn. Mér virtist sem hún hefði ekki mælst vel fyrir. Höfunda heyrði ég nefnda tvo: Bjarnna Gíslason á   MEIRA ↲
Riðar í sessi rassbreiður
rymur í *lagahlunki.
Skrámur, Tota og Skítnefur
skutust út að Dunki.

*Sumir sögðu: ’valdahlunki’.