| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Fljóðum snjöllum hlýjar hér

Höfundur:Jón Thoroddsen
Bls.69


Tildrög

Einhverju sinni var Jón sýslumaður á ferð á Akranesi ásamt konu sinn, Kristínu Þorvaldsdóttur og báðust þau gistingar í Guðrúnarkoti. Ekki vílaði Hallgrímur hreppstjóri fyrir sér að úthýsa sýslumanni, sem var allt í senn, andstæðingur hans í kláðamálinu, ölkær vel og að áliti hreppsstjórans líklega slóði almennt. Hins vegar kvað hann frú Kristínu guðvelkomið að vera. Þau hjón gerðu sér þetta að góðu; tók Jón sér gistingu annars staðar og sauð þar eitthvað saman í orðastað Hallgríms, að minnsta kosti þessa vísu. Þorsteinn frá Hamri/Hallgrímur smali . . . 
Fljóðum snjöllum hlýjar hér
helga nunnuslotið
en slóðum öllum viljum vér
verja Gunnukotið.