Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Drukknanir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Drukknanir

Fyrsta ljóðlína:Ennþá blæs náfregnum inn yfir fjörð
Höfundur:Hannes Hafstein
bls.297–298
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fjór- og þríkvætt aBaaBB
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Ennþá blæs náfregnum inn yfir fjörð
frá orrustusvæðinu kalda,
og svalur fer yfir freðna jörð
og flytur ekkjunum boðin hörð.
En klökkur við klettarið alda
og kveðst ekki einsaman valda.
2.
Er berjast skal óvægum andstæðing mót
og öllum synjað er friði,
þá dugar ei vaskleikinn hetjunum hót,
ef hjörinn deigan þarf rétta við fót,
og brynjan er brunnin af ryði,
er best þurfti að koma að liði.
3.
Og hvorki fær vopn eða vaskleiki tjáð,
ef vígfimi kappana brestur,
og stýri ei vígfimi viturlegt ráð,
er vandséð þó hver sigri fær náð.
Sá annmarkinn er ekki bestur,
ef æ þykist sérhver mestur.
4.
Ég veit það, hrynjandi báran blá,
og þú, byrmilda loftgeimsins alda!
Á ykkur ei skuldinni skella má,
þótt skaðvænt oft reynist bátunum á,
og oft falli æskan valda
á orrustusvæðinu kalda.