Kára kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kára kvæði

Fyrsta ljóðlína:Hvað gekkstu í myrgin
bls.97–99
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1. „Hvað gekkstu í myrgin,
snör mín hin snarpa og dillidó?“
Hún kvað:
„Ofan í Áradali,
ári minn Kári og korriró.“

Hann kvað:

2. „Hvað sástu þar,
snör mín hin snarpa og dillidó?“
Hún:
„Margar voru þar meyjar
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

3. Ætl´ég fái enga af þeim,
snör mín hin snarpa og dillidó?“
Hún:
Allar voru þær manni gefnar,
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

4. „Fögur þyki mér kinnin þín,,
snör mín hin snarpa og dillidó?“
Hún:
„Hún hefur aldrei bleik orðið,
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

5. „Fögur eru augun þín,
snör mín hin snarpa og dillidó?“
Hún:
Þau hafa aldrei tröll séð,
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

6.
„Fögur þyki mér höndin þín,
snör mín hin snarpa og dillidó.“
Hún:
Hún hefur aldrei gólf sópað,
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

7. „Fagur er fóturinn þinn,
snör mín hin snarpa og dillidó.“
Hún
„Hann hefur aldrei saur troðið,
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

8: Fögur er sængin þín,
snör mín hin snarpa og dillidó.“
Hún:
Fyrir góðan mann í að hvíla,
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

9. „Hver ætli hann verði,
snör mín hin snarpa og dillidó.“
Hún:
„Enginn nema bróðir þinn,
ári minn Kári og korriró.“

Hann:

10. „Dagur er í austri,
snör mín hin snarpa og dillidó.“
Hún:
„Stattu og vertu að steini,
öngum þó að meini,
ári minn Kári og korriró.“

Hvarf þá vætturin af glugganum en um morguninn, er tíðamenn komu heim, var kominn steinn mikill í bæjarsundið og stóð þar síðan. Sagði þá mærin frá því, er fyrir hana hafði borið um nóttina, og hafði það verið nátttröll, er á gluggann kom, og ætlaði að heilla hana.