Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Himnafaðir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Himnafaðir

Fyrsta ljóðlína:Himnafaðir, hér
bls.190
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) þrí- og fimmkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Himnafaðir, hér
hjartans glaðir vér
hefjum söng með hrærðum barnarómi.
Allt er yndi valt,
úti dimmt og kalt,
ljúft og gott í herrans helgidómi.
2.
Þúsundfalda þökk
þylji hjörtun klökk
þér, sem lífsins storm og voða stillir,
og það eina hlé
öllum lést í té
sálu manns er fullri sælu fyllir.
3.
Hér er búið borð,
boðað lífsins orð,
það sem mettar andans hel og hungur,
stillir víl og vein,
vermir kalin bein
svo hver limur aftur verður ungur.
4.
Guðs son, Kristur kær,
kom og ver oss nær,
þú sem bauðst að biðja í þínu nafni.
Brjót þú enn þitt brauð,
blessa skort og nauð
svo í Guði gróða hver einn safni.
5.
Lát þitt lífsins orð,
lát þitt náðarborð
ávallt blessa börnin þín hér inni.
Himnafaðir, hér
hjartað gef ég þér
húsin mín svo hlýrri og fegri finni!