Ó, þú guð minn góði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ó, þú guð minn góði

Fyrsta ljóðlína:Ó, þú guð minn góði
bls.141–142
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1875–1925
Flokkur:Bænir og vers
Ó, þú Guð minn góði,
ég græt og bið í hljóði:
legg þú yfir mig helga hönd.
Lát mitt hjarta ei hræðast,
en helgu lífi fæðast
mína endurbornu önd.