Heim! | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heim!

Fyrsta ljóðlína:Yfir öldu bláa
bls.30
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1900
Yfir öldu bláa,
yfir tinda háa,
svanni, sendi’ eg huga minn!
Bið ég blíða vinda
úr björtum skýjalinda
að kyssa mæra munninn þinn!

Ef ég valur væri,
um víðan geim ég færi
hart og fjörugt heim til þín!
Nú er ég frá þér farinn,
fundi þínum varinn,
silkimjúka silkilín!

Man ég gullið góða,
gleði og vangann rjóða,
sem ég kyssti áður oft!
Núna beljar bára,
brúður ægis tára,
dapurt upp í drunga loft!

Man ég munninn mæra,
man ég ennið skæra,
man ég kinn og hvíta hönd!
Man ég munarhljóminn,
man ég ástarróminn,
man ég ljóstær lokkabönd!

Fagna ég okkar funda
er færist vísir stunda —
birtir loft og lagar stig;
þegar ég svíf um sæinn,
seinast kem í bæinn,
kæra mey, að kyssa þig!