Vöggukvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vöggukvæði

Fyrsta ljóðlína:Fyrrum fagur svanni!
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.64
Viðm.ártal:≈ 1850
Fyrirvari:Vantar að bera saman við frumheimild
1.
Ljóshærð og litfríð
og létt undir brún,
handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún.
2.
Viska með vexti
æ vaxi þér hjá!
Veraldar vélráð
ei vinni þig á!
3.
Svíkur hún seggi
og svæfir við glaum,
óvörum ýtir
í örlagastraum.
4.
Veikur er viljinn,
og veik eru börn.
Alvaldur, alvaldur
æ sé þeim vörn!
5.
Sofðu, mín Sigrún,
og sofðu nú rótt.
Guð faðir gefi
góða þér nótt!