Um Guðlaugu Sakaríasdóttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um Guðlaugu Sakaríasdóttur

Fyrsta ljóðlína:Úti á ensku láði
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1876
Í Ólafsdal

Úti’ á ensku láði
undir Torfi fjáði,
ungur bóndi’ úr Ólafsdal,
en hans seljan seima
sér um búið heima
fyrir vestan fljóða val.

Þar í sæld og sóma,
sveipuð fögrum blóma,
stendur öld svo furða fer.
Fríðir fyrðar kjósa
fold á norðurljósa,
slíkan ættu svanna sér.

Ef ég ætti slíka
auðgrund driftarríka,
búskapar af basli frí,
út um allan heiminn
og endalausan geiminn
þyti’ eg gandreið óðar í.