Guðdóms gæskan há | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðdóms gæskan há

Fyrsta ljóðlína:Guðdóms gæskan há
bls.237
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt aabccb
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Guðdóms gæskan há
gyllir jörð og sjá!
Ó, þú ljóssins lindin hrein!
Í þinn helga hyl
horfa fast ég vil
uns ég finn minn óskastein.
2.
Guðdóms gæskan hlý,
gervi ljóssins í,
kemur þú sem brúður blíð:
„Eg em unnustinn!“
andinn stamar minn,
„eftir þinni ást ég bíð!“
3.
Guðdóms gæzkan há
grefur hjörtun á
boðorð eitt, sem aldrei brást –
skipun skaparans:
skyldu kærleikans.
Guð er sjálfur eilíf ást.