Kvæði um stúlkuna í Drangey | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði um stúlkuna í Drangey

Fyrsta ljóðlína:Í Drangey norður drós var ein
bls.320–321
Viðm.ártal:≈ 0

Eg kann að segja af einni 
ágætri mey 
1. Í Drangey norður drós var ein
dregla lindin þýða,
mætri hélt hún meydómsgrein,
og margar dyggðir fríðar,
sú bar svinnust silkirein
sæmd í viskuþey; 
allvel stýrði hún öldusjó í Drangey.
2. Ef af kappi ausið er
ansaði blóminn kvenna,
í gegnum boða, skafl og sker
skal skútustafninn renna,
svo hvern dag sjáið og heyrið þér
eg hræðist dauðann ei;
allvel stýrði hún öldusjó í Drangey.
3. Aldrei verður ofsagt frá
afbragði slíku fljóða.
Lukkaðist allvel laufaná
og lending fékk hún góða.
Læsi eg aftur ljóðaskrá
um ljúfa heiðursmey;
allvel stýrði hún öldusjó í Drangey.