Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Minni gleðinnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni gleðinnar

Fyrsta ljóðlína:Kom heil í sal vorn saklaus gleðin kæra
bls.29–30
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Kom heil í sal vorn saklaus gleðin kæra
og sorgar myrkva léttu’ af hverri brá,
kom heil til okkar fjör og líf að færa
og fagrar söngva nótur leik þú á.
Vorn anda þreytir önn og hversdags mæða,
ef aldrei dregur ský frá þinni sól,
en bros þín létta honum flug til hæða,
þótt hverfult renni blindrar gæfu hjól.
2.
Þaö dylst oss ei, þinn vandfarinn er vegur,
ef vera skaltu saklaus frjáls og hrein,
þú skærust ert, er skýin frá þér dregur,
og sjaldan máske hollt þú ríkir ein,
en fyrir því vér fulla reynslu höfum,
að fjarlægð þín er dauða mark oss hjá,
því þú ert ein af guðs vors ástar gjöfum
og guði sjálfum upphaf þitt er frá.
3.
Kom heil á fund vorn himins gjöfin dýra,
þú hjá oss prúð í öndveginu sért.
Á gest hvern set þú svipinn frelsis hýra,
er sýnir hvaðan fyrst þú runnin ert.
Þú fagra ljós í félagslífi manna,
æ, fylg þú oss á dimmri rauna braut.
Oss gefi drottinn gleði hreina, sanna,
svo glaðir sigrum vora hinstu þraut.