Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Til séra Björns B. Jónssonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til séra Björns B. Jónssonar

Fyrsta ljóðlína:Þú fræðari barnanna, hógvær og hýr
bls.61
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1902

Skýringar

Ofan titils stendur: „ÁVARP BARNANNA“ en neðan hans: ritstjóra Kennarans.“
1.
Þú fræðari barnanna hógvær og hýr,
sem heldur upp frelsarans merki
og Kennarann andlegu blómskrúði býr,
sem beinir oss veginn og hug vorum snýr,
aö háleitu helgunarverki.

2.
Hvern mánuð þú sendir hinn guðborna gest,
að glæða og mennta vorn anda,
þá glapþoka heimsins um sál vora sest,
hann sjón vora skýrir, hvar leiðin er best
og gefur oss styrk til að standa.

3.
Og fagnaðar dagur oss fegursti skín,
er fund vorn þú sækir sem bróðir,
því byggðin vor kæra er bernsku stöð þín, nú
breiðir hún móti þér skrúðklæði sín.
Hér fagna þér faðir og móðir.

4.
Vér börnin og ástvinur barnanna hver
þess biðjum með tungu og hjarta,
að styrkur hins alvalda iðji með þér,
svo ævitíð langa þín njótum við hér,
að leiða oss lífsveginn bjarta.