Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þjóðhátíðin 1874 III | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þjóðhátíðin 1874 III

Fyrsta ljóðlína:Gullfögur Garðarsey
bls.250–251
Bragarháttur:Sekvensa
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1874
Gullfögur Garðarsey,
glampandi jökulmey,
þreystu' ekki' að þreyja og stríða!
Þú hefur þúsund ár
þreyð bæði móð og sár,
blessist þér breytingin tíða!

Horfðu á liðna leið,
langt er þitt æviskeið
Sögu á skildina skrifað;
mörg hefur frægðin fröm
farið á heljarþröm,
þú hefur þolað og lifað.

Vitið þér víst um fold
veglegri feðra mold,
helgað er sjálf hefur Saga?
Marmarinn enginn er
yfir þeim fallna her,
sólin skín samt á hans daga.

Þú hefur þolað hart,
þjáningar, og svo margt
hefur á dagana drifið;
kunnugt það öllum er,
allir það vitið þér,
þér, sem að þreyið og lifið.

Þú ert af öllum elst,
alltaf þín tunga hélst
óbreytt í aldanna straumi
allt eins og bára breið
bjó hún sér fasta leið,
tigin í tímanna glaumi.

Þú hefur þjóðir frætt,
þú hefur alltaf gætt
fornaldar frægustu minna
þess vegna þér er nú
þulið í von og trú
þakklæti sonanna þinna.

Gullfögur Garðarsey,
glampandi jökulmey,
blástjörnu svölum í sali!
Alföður birtan blíð
blessi um alla tíð
fjöll þín og forsæludali!