Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Frjálst er í fjallasal * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Frjálst er í fjallasal *

Fyrsta ljóðlína:Frjálst er í fjallasal
Bragarháttur:Sekvensa
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Frjálst er í fjallasal,
fagurt í skógardal,
heilnæmt er heiðloftið tæra.
Hátt yfir hamrakór
himininn, blár og stór,
lyftist með ljóshvolfið skæra.
2.
Hér upp í hamraþröng
hefjum vér morgunsöng,
glatt fyrir góðvætta hörgum.
Viður vor vökuljóð
vakna þú, sofin þjóð!
Björt ljómar sól yfir björgum.
3.
Er sem oss ómi mót
Íslands frá hjartarót
bergmálsins blíðróma strengir.
Söngbylgjan hlíð úr hlíð
hljómandi, sigurblíð,
les sig og endalaust lengir.