Í jóreyknum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í jóreyknum

Fyrsta ljóðlína:Þyrlar dufti, þeyst er reiðin
bls.5–6
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1942
1.
Þyrlar dupti, þeyst er reiðin,
þó að misfljótt sækist leiðin,
áfram stefnir, engi töf,
ár og daga, allar stundir,
ýmist farnar blómsturgrundir
eða hörsl og hálkan undir
hlaðreiðina að Miklu-gröf.
2.
Þessa ferð að þreyta saman
þykir stundum tvíbent gaman;
margt af snild þó saman sett,
litskrúð alt frá lægð að tindi,
– leiftrum slær af harmi’ og yndi
annars sóknin eftir vindi,
eða að lokum borðið slétt.
3.
Alla seiðir eitthvert happið,
ekki brestur fararkappið,
miklar hvatir, megnar þrár;
svipult gengi’, í sitt hvað ratað,
syrgt og fagnað, elskað, hatað,
mikils aflað, meiru glatað,
margt vort hrauk og írafár.
4.
Eftirþankar ýmsa mæða:
átt þeir hefðu máske að þræða
hetur gerða og beinni slóð,
einhvern veginn annars leita,
öðruvísi skeiðið þreyta;
ýms þvi játa, en önnur neita
atvik, knýtt við land og þjóð. –
5.
Sinni kynslóð samt skal þakka
samfylgdina um þennan bakka
elfunnar með óþekkt vöð,
elfunnar með strauminn stríða,
er stöðvar vegferð allra tíða,
þó að innst i eðli lýða
yfir hoppi vonin glöð.