Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ósk | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ósk

Fyrsta ljóðlína:Farðu burt leiði, því litfagra blossa
bls.386
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) ferkvætt AbAbb
Viðm.ártal:≈ 1875
Ó! að eg væri eins og þá,
er eg milli þúfna smá
lá um kvöld í leyni
og af bjúgum boganum
bana veitti fuglunum
yddum örvar fleini.
Ó! fagra stund,
er frjáls eg var
og heljar und
í hjarta ei bar.

Bæjarlækjar bunu hjá
beittan öngul veiddi á
silungana smáu,
undi hug á hverjum stað,
horfði jafnan glaður að
fjalli fagurbláu.
Ó, fagra stund,
er frjáls eg var
og heljar und
í hjarta ei bar.

Farðu burt leiði, því litfagran blossa
lít eg nú dreyra í flöskunum há,
látið í glösin því glaðir nú fossa
göfgastan vökva, sem heimurinn á.
Tæmið þið hornin og hellið svo á.

Sætari er vínberja vökninn sem blossar
votur í glösunum skærum og blá,
heldur en mjúkustu meyjanna kossar,
mörg því er konan svikul og flá.
Tæmið þið hornin og hellið svo á.

Allt þó í heiminum annað oss blekki
og einir á jörðu vér hljótum að stá,
trygglyndi dreyri, þú tælir þá ekki,
sem trúa af alhuga megnið þitt á.
Tæmið þið hornin og hellið svo á.

Súpið því víni, vinir! og drekkið
vonir og gleði úr hástaupa lá,
hugsunum öllum og harminum sekkið
í helgustum dreyra, sem veröldin á.
Tæmið þið hornin og hellið svo á.