Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Tvær heimsóknir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tvær heimsóknir

Fyrsta ljóðlína:Hið fyrra kvöld, sem kom ég þar
bls.251
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1927
1.
Hið fyrra kvöld, sem kom ég þar,
var kvöld í sólskinsljóma,
og léttur eimur ennþá var
um alla ganga og stofurnar
af angan brúðkaupsblóma.
2.
Ég fann þar hjónin, heit og ör
við hæstu þránna flæði,
með blys í augum, bros á vör
og bjartan svip og glaðleg svör,
svo frjáls og fögur bæði.
3.
Þar sýndist öllu í unað breytt,
hvert orð með fagnaðs hreimi.
En þögn var sveipað eitthvað eitt,
sem armlög höfðu sælast veitt
og mest var hnoss í heimi.
4.
Hið seinna kvöld, er kom ég þar,
ég knúði hurðir lengi.
Á súg, en engri angan, bar.
Einn áratugur liðinn var,
og margt var breytt hjá mengi.
5.
Ég leit þar flest í reglu og röð,
sá rós í hverjum glugga.
Þó héngu sumum hnipin blöð,
og húsið fannst mér drungastöð
í skúmi, þögn og skugga.
6.
Og þar var kominn risi í rann,
sá rammi, hljóði, bleiki
og sitt á hvoru hnénu hann
með hjónin sat og létt sér vann,
hinn leiði hversdagsleiki.