Unga vínið (Ibsen) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Unga vínið (Ibsen)

Fyrsta ljóðlína:Þú sagðir: Eg er ástin þín
Höfundur:Henrik Ibsen
bls.787
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1850–1925
Flokkur:Ástarljóð
1.
Þú sagðir: Eg er ástin þín,
þitt ungvín – þú mín tunna,
og indælt var það eðla vín,
það ólgaði, bólgnaði sætan þín;
þá brast í botninum þunna.
2.
Og vínið bunaði á glaðan glóp,
að gruggi varð strax minn safi,
þó gaus ég ei svo gylli hróp
né gjarðir braut, né í loftið hljóp –
en tunnan þín stökk í stafi.
3.
Ég nefndi þig mitt leiðarljós
og lukkustjörnu mína.
Og stjarna varstu, stjörnuljós
og stjörnuhrap sem gekk til sjós.
Þú komst, þú hvarfst, mín horska drós,
sem hrævarljósin skína.


Athugagreinar

Seinasta erindið er sex línur og undir öðrum bragarhætti en hin tvö sem eru fimm línur.