Svanasöngur á heiði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Svanasöngur á heiði

Fyrsta ljóðlína:Eg reið um sumaraftan einn
bls.155
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Eg reið um sumaraftan einn
á eyðilegri heiði;
þá styttist leiðin löng og ströng
því ljúfan heyrði eg svanasöng,
já, svanasöng á heiði.
2.
Á fjöllum roði fagur skein
og fær og nær úr geimi
að eyrum bar sem englahljóm,
í einverunnar helgidóm,
þann svanasöng á heiði.
3.
Svo undurblítt eg aldrei hef
af ómi töfrast neinum.
Í vökudraum eg veg minn reið
og vissi ei hvernig tíminn leið
við svanasöng á heiði.